Fred @ School

3 – Ólíkar tegundir kvikmynda #FilmLiteracy

Play Podcast
7 min. and 12 sec.

Við skoðum hvernig það er oftar en ekki erfitt að greina á milli mismunandi tegunda kvikmynda/genres.

Play Podcast
7 min. and 12 sec.

Heitið,,genre” (tegund kvikmynda) er notað til að hjálpa okkur að gera greinarmun á mismunandi tegundum kvikmynda, eftir því hvaða sögu þær segja, og þeim stað og tíma sem er umgjörð sögunnar, aðferðir sem notaðar eru við gerð kvikmyndarinnar o.s.frv. Þrátt fyrir þetta er oft mjög erfitt að gera greinamun á mismunandi tegundum kvikmynda.

Fyrsti greinarmunurinn sem gerður var á kvikmyndum var stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd. Stuttmyndir voru sérstaklega vinsælar á tímum þöglu myndanna og sömuleiðis í dag sem vettvangur fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref, og fyrir nýja tegund af tjáningu. Samkvæmt the Academy of Motion Picture Arts and Sciences, er stuttmynd ,,frumleg hreyfimynd sem er 40 mínútna löng eða styttri, með kreditlista. Kvikmyndir sem eru 40 mínútna langar eða lengri eru myndir í fullri lengd. Þegar kemur að tegund, er annað lykilatriði sem skilur á milli, annars vegar heimildamynda og hins vegar leikinna kvikmynda sem geta verið skáldaðar. Heimildamyndir beina oftast sjónum að raunveruleikanum, án þess að reyna að hafa mikil áhrif á hann. Andstætt því er skapaður hliðarveruleiki í myndum sem eru skáldaðar. Hægt er að skapa þennan hliðarveruleika á ýmsan hátt, því til eru margar ólíkar tegundir af skáldskap. Gamanmyndir leitast við að koma okkur til að hlæja með fyndnum persónum og spaugilegum atvikum. Dramatískar myndir taka fyrir raunsæar persónur og tilfinningaþrungin þemu, í hasarmyndum eru hetjur sem yfirleitt taka áhættu sem leiða til bardaga, flótta og erfiðra aðstæðna. Hrollvekjur leitast við að hræða og hrella áhorfendur með sjokkerandi og spennuþrungnum atriðum og ofbeldi. vísindaskáldsögumyndir fara með okkur á nýjar slóðir og tíma í alheiminum eða í annan veruleika og í söngvamyndum syngja persónurnar  lög sem eru hluti af frásögninni.

Það fer eftir því hvern við spyrjum hvað skilgreiningalistinn yfir ólíkar tegundir kvikmynda er langur. Sumar þeirra tengja saman ólíkar tegundir kvikmynda. Hrollvekja getur t.a.m. falið í sér ýmsa þætti hasarmynda, þó svo að í aðalatriðum byggist hún á eftirvæntingu og spennu. Melódrama svipar til dramatískra mynda, nema hvað persónurnar og fléttan eru ýkt til þess  að við, áhorfendurnir, sýnum meiri tilfinningaviðbrögð. Ævintýramyndum svipar til mynda, en í þeim má oft finna töfra og goðsagnir sem er ekki endilega að finna  í  vísindaskáldsögumyndum.

Fyrir utan þessa skilgreiningu á mismunandi tegundum kvikmynda, þróuðu franskir kvikmyndafræðingar á sjötta áratuginum kenningu um höfundaleikstjórn. Samkvæmt henni eru kvikmyndir ekki alltaf skilgreindar útfrá tegund heldur útfrá sýn og sköpunarkrafti leikstjórans sem höfundar myndarinnar. Jafnvel þó kvikmyndagerð sé samvinnuverkefni sem krefst aðkomu margra, er talið samkæmt þessari kenningu að sumir leikstjórar hafi persónulegan stíl sem hefur meiri áhrif en nokkuð annað á það um hverskonar kvikmynd er að ræða.

Fram að þessu höfum við fjallað  um mismunandi tegundir kvikmynda sem hægt er að finna útfrá umfjöllunarefni og leikstjórum þeirra, en stíll kvikmyndar getur líka verið lýsandi fyrir hvar hún er gerð. Það er reiginmunur á kvikmyndum sem gerðar eru í Hollywood og evrópskum kvikmyndum. Að sjálfsögðu eru undantekningar, en almennt eru flestir sérfræðingar í faginu sammála um að á meðan evrópskir kvikmyndagerðarmenn líta á kvikmyndagerð sem listgrein, þá sé almennt viðhorf í Hollywood að kvikmydir séu afþreyingarefni. Sama saga getur verið sögð á gjörólíkan hátt eftir því hvort hún er kvikmynduð í Evrópu eða Ameríku. Í Hollywood er t.a.m. líklegt að sprengjuárás sé sýnd frá sjónarhorni þess sem sprengdi sprengjuna og flýr af vetvangi með lögregluna á hælunum, á meðan evrópskur kvikmyndagerðarmaður væri líklegri til að einbeita sér að fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hvernig sprengjuárásin hefur áhrif á líf þeirra.

Yfirleitt fjalla evrópskar myndir að nokkru leyti um það þjóðfélag og þann raunveruleika sem við lifum og hrærumst í. Þeir sem verja evrópska kvikmyndagerð tala oft um að Hollywoodmyndir séu fyrirsjáanlegar, sem sjá megi af fjölda þeirra framhaldsmynda og endurgerða eldri mynda sem sífellt er verið að sýna í kvikmyndahúsunum. Þeir hinir sömu segja að Hollywood framleiði ekki 400 kvikmyndir á ári, heldur eina kvikmynd með 400 mismunandi heitum. Viðbrögð þeirra sem verja kvikmyndir framleiddar í Hollywood, eru að kvikmyndir séu fyrst og fremst skemmtiefni, og að ef maður vill senda frá þér skilaboð eða þjóðfélagsádeilu, sé hægt að gera það með því að skrifa tölvupóst eða bók, en ekki með því að gera kvikmynd.

Hér erum við að sjálfsögðu að tala almennt um efnið, því það eru margar undantekningar frá þessarri reglu. Mjög oft sýna evrópskar kvikmyndir fram á hvernig lífið er, á meðan Hollywoodmyndir sýna okkur fram á hvernig lífið gæti verið.

Að sjálfsögðu er kvikmyndagerð utan Evrópu og Ameríku, eins og til dæmis afrísk kvikmyndagerð, asísk kvikmyndagerð og Bollywood, eins og stærsta og þekktasta grein indverskrar kvikmyndagerðar er almennt kölluð. Bollywood (tekur fyrsta staf sinn, B úr borgarheitinu Bombay en borgin er líka er þekkt undir heitinu Mumbai) þar er afar öflug kvikmyndaframleiðsla og 800 kvikmyndir framleiddar ár hvert, tvöfalt fleiri en þær myndir sem framleiddar eru í Hollywood. Kvikmyndir hafa alltaf haft mikil áhrif á Indlandi, alveg frá upphafsdögum þögulla mynda, en frá upphafi 21. aldar, hafa Bollywoodmyndir orðið sí-vinsælli í öðrum löndum til að mynda Bretlandi. Bollywoodmyndir halda sig við kunnuglegar sögur þar sem piltur hittir stúlku, þau verða ástfangin og berjast síðan fyrir samþykki fjölskyldunnar á ástarsambandinu. Oftast eru þær rómantískar, söngur, dans og litskrúðugir búningar.

Frekari skilgreiningu er hægt að gera út frá því hvort kvikmynd hefur verið tekin upp í myndveri eða framleidd af sjálfstæðum kvikmyndagerðarmönnum. Framleiðendur slíkra mynda fá oft góða fjármögnun frá einkafjárfestum og kvikmyndaverum. Þær krefjast stórra framleiðsluteyma og hafa aðgang að fagfólki, fjarlægum tökustöðum og rándýrum tækjabúnaði. Staða sjálfstæðra kvikmyndaleikstjóra er gjörólík, þeir þurfa oft að leita annarra lausna til að fjármagna kvikmyndagerð sína eða jafnvel að fjármagna hana með eigin fé og stundum þurfa þeir að reiða sig á mun fámennara aðstoðarlið og tækjabúnað. Oft eru stúdíókvikmyndir framleiddar af kvikmyndaverum sem hafa dreifingarfyrirtæki á eigin vegum, á meðan sjálfstæðar kvikmyndir eru venjulega sýndar á kvikmyndahátíðum í von um að fá meiri dreifingu.

Kvikmyndahátíðir eru oftast árlegir viðburðir með skipulögðum kynningum á kvikmyndum í einu eða fleiri kvikmyndahúsum, haldnar á einu svæði eða borg. Þær geta verið almennar eða sérhæfðar, þar sem athyglinni er beint að ákveðnum tegundum kvikmynda, efnisvali, leikstjóra, o.s.frv. Best þekktu kvikmyndahátíðirnar eru haldnar í Feneyjum, Cannes, Berlín og Toronto, en u.þ,b, 3000 kvikmyndahátíðir eru haldnar í dag og 70% þeirra eru haldnar í Norður Ameríku.

 

Framleiðandi: University of Roehampton http://www.roehampton.ac.uk/home/
Lesarar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)

Now playing:
Other posts from  Fred at School
Featured Posts