Fred @ School

7.2 – Heimildamyndin #FilmLiteracy

Play Podcast
3 min. and 53 sec.

Hér skoðum við kvikmyndir sem byggðar eru á raunveruleikanum, svokallaðar heimildamyndir.

Play Podcast
3 min. and 53 sec.

Heimildamyndin er einstök sinnar tegundar. Í heimildamynd er ekki nauðsynlegt að nota handrit í ströngustu merkingu þess orðs, heldur sýna og túlka raunverulegar aðstæður sem gerast án skáldskapar. Þar sem áherslan er ekki lögð á skáldskap, eru engir leikarar að leika hlutverk. Heimildamynd fangar lífið á meðan það gerist eða sýnir afmarkaða þætti þess sem vekja áhuga. Kvikmyndin varð til af þörf til að skrásetja veruleikann. Segja má að fyrstu kvikmyndirnar hafi verið sannar heimildamyndir: Þær eru kvikmyndir af veruleikanum þar sem þær sýndu kafla úr hversdagslífinu. Í þeim er að finna skot af sönnum atburðum, eins og verkamennina við hlið verksmiðjunnar í La sortie des usines, Lumière (1895, “Workers leaving the Lumière Factory”) eftir Louis og Auguste Lumière, eða náttúruatriði eins og Rough Sea at Dover (1895) eftir Birt Acres.

Jafnvel þótt skáldskapur eigi ekki heima í heimildamyndum, er veruleikinn skrásettur á valinn og sértækan hátt: Leikstjórinn ákveður hvað á að kvikmynda, hvenær eigi að byrja og ljúka tökum og tekur því eina útgáfu veruleikans fram yfir aðra. Það er ákveðið val.

Þar sem viðfangsefnin eru margþætt, hefur heimildamyndin þróast í gegnum tíðina þar sem markmið eru stöðugt að breytast. Í lok síðari heimsstyrjaldar var heimildamyndin ómetanlegur miðill til að gera fólk meðvitað um hörmungar stríðsins. Annars konar heimildamyndir voru á allt öðru sviði, en það voru náttúrulífsmyndir eftir James Algar, framleiddar af Walt Disney. Þær áttu vinsældum að fagna frá því í byrjum sjötta áratugarins.

Á sjötta og sjöunda áratugnum litu rannsóknarheimildamyndir og pólitískar heimildamyndir dagsins ljós, sýndu fram á óréttlæti í öllum heimshornum og festu á filmu mótmæli, til dæmis mótmælin gegn Víetnamstríðinu. Helstu leikstjórar þessarar tegundar heimildamynda voru Joris Ivens, Chris Marker and Robert Kramer.

Á sjöunda áratugnum margfaldaðist framleiðsla þessara tegunda heimildamynda, vegna þróunar í tækni og léttari búnaði, ásamt nýjum straumum sem tengdust persónuleika og bakgrunni ýmissa kvikmyndagerðarmanna. Samhliða þróun sífellt flóknari veruleika, voru framleiddar heimildamyndir þar sem gafst tækifæri til greiningar og umhugsunar.

Nú á tímum á ,,mockumentary” (heimildamynd þar sem áhersla er lögð á háð eða eftirlíkingu) vinsældum að fagna, en nafnið er fengið úr ensku orðunum ,,mock” (háð) og ,,documentary” (heimildamynd). Háð í þeim skilningi getur táknað eftirlíkingu, einnig að gera grín að einhverju eða herma eftir. Í þessum skilningi hermir ,,mockumentary” ekki aðeins eftir einhverju, heldur er mikilvæg aðferð til að kanna muninn á milli ,,staðreynda” og uppbyggingar eða skáldaðs veruleika, sem við fyrstu sýn virðist trúverðugur, hvorki undirbúinn né sviðsettur.

Elsta dæmi um slíkt er fræg tilraun sem Orson Welles gerði árið 1938 þegar hann setti á svið The War of the Worlds eftir Herbert George Wells í útvarpi og kom af stað ofsahræðslu í New Jersey, en tvær milljónir manna flúðu heimili sín, sannfærðar um yfirvofandi innrás Marsbúa. Fyrsta atvikið þessu líkt sem var fest á filmu var The War Game, 1965, eftir Peter Watkins, en þar virtist möguleiki á kjarnorkuárás á Bretland og afleiðingar hennar á íbúa í Kent, trúverðugar og raunhæfar.

BBC framleiddi myndina upprunalega fyrir sjónvarp en henni var dreift í kvikmyndahús, þar sem efnið var ekki auðmelt og áhrif vissra atriða of sterk.

 

Framleiðandi: Aiace Torino http://www.aiacetorino.it/
Leserar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)

Now playing:
Other posts from  Fred at School
Featured Posts