FRED AT SCHOOL (FRED Í SKÓLA) er frumlegt nýsköpunarverkefni sem felur í sér möguleika á grósku og hvetur til aukins kvikmyndalæsis hjá ungum áhorfendum.
Með því að nota útvarp á ferskan og hvetjandi hátt, er markmið verkefnisins að auka þekkingu á evrópskum kvikmyndum.
Markmiðið er jafnframt að fá þátttakendur til að sökkva sér niður í viðfangsefnið og mennta næstu kynslóð evrópskra kvikmyndaáhorfenda.
Verkefnið hefur þann styrkleika að vera raunverulega fjöltyngt og fjölmenningarlegt, að auki felur það í sér notkun útvarps sem skapandi miðils fyrir nemendur í evrópskum skólum.
Allar myndir og verkefni í FRED AT SCHOOL verða aðgengileg fyrir alla nemendur, einnig þá sem eiga við skynjunarörðugleika að etja.
Frekari upplýsingar: Ef þú óskar eftir að taka þátt í FRED AT SCHOOL sem nemandi, skóli, eða stofnun; kvikmyndahátíð eða styrktaraðili, vinsamlega hafðu samband við FRED kvikmyndir útvarp: www.fred.fm – fredatschool@fred.fm