Fred at School

Fred @ school_905x588

FRED AT SCHOOL (FRED Í SKÓLA) er frumlegt nýsköpunarverkefni sem felur í sér möguleika á grósku og hvetur til aukins kvikmyndalæsis hjá ungum áhorfendum.

Með því að nota útvarp á ferskan og hvetjandi hátt, er markmið verkefnisins að auka þekkingu á evrópskum kvikmyndum. Markmiðið er jafnframt að fá þátttakendur til að sökkva sér niður í viðfangsefnið og mennta næstu kynslóð evrópskra kvikmyndaáhorfenda. Verkefnið hefur þann styrkleika að vera raunverulega fjöltyngt og fjölmenningarlegt, að auki felur það í sér notkun útvarps sem skapandi miðils fyrir nemendur í evrópskum skólum. Allar myndir og verkefni í FRED AT SCHOOL verða aðgengileg fyrir alla nemendur, einnig þá sem eiga við skynjunarörðugleika að etja.

 

UKItalySpain flagFrance flagGermanyIcelandCroatiaRomania
 

 

FRED AT SCHOOL – kvikmyndalæsi

Smelltu hér til að hlusta á FRED AT SCHOOL þættina

FRED AT SCHOOL – kvikmyndafræðsla á útvarpsrás

Smelltu hér til að skoða efni um FRED AT SCHOOL á icelandic

Smelltu hér til að hlaða niður öllum skjölum verkefnisins FRED AT SCHOOL

Smelltu hér til að vita meira um skólana sem taka þátt í FRED AT SCHOOL og til að hlusta á athugasemdir nemendanna um myndirnar.

Fylgstu með FRED AT SCHOOL á samfélagsmiðlum:

facebook twitter       instagram

 


EVRÓPSKAR VÍDDIR

FRED AT SCHOOL er fræðsluverkefni á vegum FRED kvikmyndir útvarp innan styrkjakerfisins Skapandi Evrópa/Creative Europe, með það markmið að auka skilning ungs fólks á evrópskri kvikmyndagerð.

Verkefnið er ætlað nemendum á lokastigi grunn- og fyrsta stigi framhaldsskóla og fjölmörg Evrópulönd eru þátttakendur í því.

Verkefnið hefur það að markmiði að styrkja stöðu kvikmyndafræðslu með því að halda kvikmyndasýningar í skólum og framleiða þætti fyrir netútvarpsstöð, sem nýttir verða til að efla kvikmyndalæsi og verður útvarpað á mörgum evrópskum tungumálum.


GILDI NÝSKÖPUNAR – NÝ TÆKNI

FRED AT SCHOOL hyggst efla kvikmyndafræðslu með kvikmyndasýningum í skólum, ásamt þáttagerð um efnið fyrir netútvarp – útvarpið er valið sem nýr kostur til að efla kvikmyndalæsi á sem flestum evrópskum tungumálum. Nemendur taka jafnframt þátt í gerð útvarpsefnis á eigin tungumáli. Verkefnið er því bæði kvikmyndafræðsla, æfing í dagskrárgerð fyrir útvarp og því að fjalla um kvikmyndir á virkan hátt.

Hver kvikmynd verður sýnd gegnum VOD, sem hefur verið lagað að verkefninu og veitir nemendum aðgang að sýndarveruleikasal með samnemendum frá öðrum Evrópulöndum.


AÐFERÐAFRÆÐI (KENNSLUSTOFUNNI HVOLFT)

Þess verður krafist að nemendur hlusti sjálfstætt á aðsent, hljóðrænt fræðsluefni um hverja mynd heima hjá sér, fyrir hverja sýningu. Eftir nokkrar kennslustundir, þar sem farið verður yfir grundvallaratriði kvikmyndalæsis, munu nemendur mæta á mánaðarlegar kvikmyndasýningar í skólanum (horft verður á 4 kvikmyndir ásamt kennara). Sama kvikmynd verður sýnd sama dag í öllum skólum í þátttökulöndunum, í því augnamiði að gerð útvarpsefnis fari fram á sama tíma allsstaðar.

Eftir hverja kvikmyndasýningu stýrir kennarinn umræðum í kennslustofunni: nemendur verða beðnir um að ræða margvíslega þætti, svo sem hvað hafði mest áhrif á þá, menningarmun sem þeir urðu varir við og hvað heillaði þá mest. Ætlunin er að komast að niðurstöðu um 4 meginatriði sem nemendur álíta að muni hafa áhrif á mögulega áhorfendur, í lok hvers viðburðar.


KVIKMYNDALÆSI OG FJÖLMIÐLALÆSI (ÚTVARPSLÆSI)

Þessi meginatriði verða tekin upp með hljóði af nemendum, upptakan send til verkefnisstjóra útvarps í hverju landi og notuð í útvarpsþátt tileinkaðan efninu og síðan útvarpað á netrás FRED á móðurmáli þátttakenda. Styttri útgáfa verður jafnframt tekin upp á ensku.


KVIKMYNDIR SEM MIÐILL TIL AÐ HALDA Á LOFTI MENNINGARSAMSKIPTUM

Kvikmyndirnar sem sýndar verða á vegum verkefnisins eru evrópskar myndir (myndir tilnefndar til LUX verðlaunanna af Evrópuþinginu). Myndirnar voru valdar úr hópi nýlegra mynda sem eru samtímaspegill landanna.

Allar myndirnar verða sýndar textaðar, á upprunalega tungumálinu.


RANNSÓKNIR Á KVIKMYNDALÆSI MEÐAL EVRÓPSKRA NEMENDA (UNIVERSITAT AUTONÓMA DEI BARCELONA)

FRED AT SCHOOL framkvæmir rannsóknir á kvikmyndalæsi meðal nemenda þátttökulandanna. Við upphaf verkefnisins og eftir hverja kvikmyndasýningu, verða lagðir fram spurningalistar um kvikmyndina og upplifun nemenda á henni, á netinu.


VERKEFNI ÁN ÚTILOKUNAR

Allar kvikmyndirnar verða aðgengilegar nemendum með sjón- og heyrnarskerðingu, þannig að verkefnið útilokar engan. Aðgengilegar útgáfur af kvikmyndunum (sértexti fyrir heyrnarlausa og sjónlýsing fyrir blinda) verða útbúnar, til að nemendur með skynjunarörðugleika geti notið myndanna ásamt samnemendum sínum, með því að hlusta á sjónlýsingu eða lesa sértexta á snjallsíma/spjaldtölvu.


LOKARÁÐSTEFNA

Ráðstefna verður skipulögð í lok verkefnisins. Þar koma aðstandendur þess saman, kvikmyndafræðingar, kvikmyndagerðarfólk og nokkrir nemendur, til að ræða útkomu spurningalistanna og útvarpsþáttanna.

Þar gefst tækifæri til að meta áhrif verkefnisins.


VALDIR SKÓLAR

Skólarnir sem taka þátt mynda teymi, sem skapar einstakar aðstæður til að meta kvikmyndalæsi meðal ungs fólks í Evrópu. Samantektin og niðurstöður verða kannaðar af Evrópuráðinu með það fyrir augum að móta stefnu til að eflia evrópska kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar geta líka nýst öðrum iðngreinum.

Sérhver þátttökuskóli mun gera sína eigin útvarpsþætti um hverja kvikmynd sem sýnd er, þáttunum verður útvarpað á FRED kvikmyndir útvarp og hægt verður að hlýða á þá í hlaðvarpi.

Minnst verður á alla þátttökuskólana í ríkisútvarpi hvers lands þegar fjallað verður um hverja mynd fyrir sig; í alþjóðlegum þætti á ensku og á lokaráðstefnunni þar sem niðurstöður verða kynntar. Auk þess verða þar nokkrir framúrskarandi nemendur sem tóku þátt í verkefninu.


UPPLÝSINGAR

Frekari upplýsingar: Ef þú óskar eftir að taka þátt í FRED AT SCHOOL sem nemandi, skóli, eða stofnun; kvikmyndahátíð eða styrktaraðili, vinsamlega hafðu samband við FRED Film Radio: SMELLTU HÉR


OPINBERIR SAMSTARFSAÐILAR

Yfirumsjón

Print

 

 

 

Partners

Univervità_BarcellonaMYmovies_bluHRTUNIVERSITABABESBOLYAI UniversityOfRoehamptonfestival_cansGiornate_logo

 

 

 

AIACETorinoTofralampinncinemadureel-rougeSUBTI cmyk new notagLOGO SUBTI & SUBTI ACCESSTomassini

 

 

 

 

Main Sponsors 

logoassessoratoSandegna_Film_Commission