Um FRED

FRED pr. \frəd\ 

FRED er útvarpsstöðin fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir kvikmyndum.

FRED (skammstöfun fyrir kvikmyndir útvarp afþreying og samræður) er fjölrásaútvarpsstöð á netinu, ætluð öllum sem hrífast af óhaðri kvikmyndagerð og hafa áhuga á kvikmyndahátíðum: kvikmyndagerðarfólki, gagnrýnendum, fjölmiðlafólki sem sérhæfir sig í kvikmyndum, nemum í kvikmyndagerð, skipuleggjendum kvikmyndahátíða og fagfólki í kvikmyndagerð (framleiðendum, dreifingar-aðilum, markaðsfólki o.s.frv.) og öllum þeim sem eru með kvikmyndadellu.

FRED vill yfirfæra ,,hátíðaupplifunina”. Hugmyndin á bak við FRED er að gefa öllum sem ekki geta sótt kvikmyndahátíðir tækifæri til að kynnast þeim eins og þeir væru þar, og að bjóða þeim sem eru þar, nánari, hnitmiðaðar upplýsingar og afþreyingu. Þess vegna her slagorð FREDs ,,, seins og þeir væru þar, og að bjátíðaupplifunina”. Hugmyndin á bak við FRED er að gefa öllum sem ekki geta sótt kvikmyndahátíðir tækifæri til að kynnast þeim eins og þeir væru þar, og að bjóða þeim sem eru þar, nánari, hnitmiðaðar upplýsingar og afþreyingu.

Þess vegna er slagorð FREDs ,,Innherji á hátíðum”.

Við leggjum til fréttir af frumsýningum, viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda við kvikmyndum og upplýsingar um framleiðslu og dreifingu. Við útvegum líka upplýsingar sem tengjast framleiðslu og meðframleiðendum, kostum ákveðinna tökustaða og einnig viðtöl við kvikmyndahátíðastjóra og annað lykilfólk í kvikmyndaiðnaðinum, kvikmyndaleikstjóra, leikara og gagnrýnendur. Af og til sendum við út beint frá kvikmyndahátsir: FRED  þess 4 þematengdar ríyndahæjallar dah framleiðslu, kosti tökustíðum.

Allir þættir og fréttir beinast að einu, ákveðnu þema, t.d. heimi kvikmyndanna, kvikmyndahátíðum um allan heim eða óháðri kvikmyndagerð. Allar fréttir tengjast eingöngu kvikmyndagerð og efnið fjallar ávallt um yfirstandandi kvikmyndahátíðir og hátíðir sem eru á döfinni (árlega eru haldnar um 2.000 kvikmyndahátíðir á heimsvísu).

 

Við erum með 29 rásir: 25 á mismunandi tungumálum og auk þess 4 þematengdar rásir: FRED Education (Fræðsla), FRED Entertainment (Afþreying), FRED Extra (Aukaefni) og FRED Industry (Iðnaður) (Farið beint á viðkomandi síður til að fá meiri upplýsingar). Við erum einnig með tungumálarás fyrir fámenn málsvæði: FRED Sardu á sardínsku. Ætlun okkar er að bæta við mörgum tungumálarásum í framtíðinni. Allar rásirnar okkar – nema þemarásirnar 4 – munu ávallt bjóða upp á sambærilegt dagskrárefni.

 

 

FRED er miðstýrt af reyndu útvarpsfólki, sem tryggir hámarksgæði. Við erum einnig stöðugt að bæta ungum fréttariturum, sem sækja kvikmyndahátíðir um allan heim, við tengslanet okkar. Þetta hleypir fersku blóði og drifkrafti í faglega dagskrárgerð okkar. Sérfræðingarnir okkar þjálfa ungt fólk í að skrifa og senda út gæðaefni frá öllum heimshlutum og nota til þess nýjustu tækni hverju sinni.

 

 

Þú getur stillt á FRED í beinni, á FRED.FM, eða hlaðið niður appi á iPhone eða Android snjallsíma/-tæki. Einnig er hægt að hlusta á FRED í gegnum Tunein og Reciva. Allt efni má nálgast í hlaðvarpi hjá iTunes Podcast.

 

FRED INDUSTRY (IÐNAÐUR): Tilgangur FRED hefur frá upphafi verið útvarp um kvikmyndahátíðir. Bein afleiðing af því er að áhersla FRED beinist alltaf að listrænum kvikmyndum og óháðri kvikmyndagerð. Með þetta í huga stóðumst við ekki mátið að bæta nokkrum punktum um markaðshliðina inn í umfjöllun okkar um kvikmyndahátíðir í gegnum tíðina. Á ákveðnum tímapunkti áttuðum við okkur á því að við gætum fyllt upp í tómarúm, með því að tileinka rás eingöngu kvikmyndaiðnaði og kvikmyndagerðarfólki og orðið þannig ,,Innherjinn á hátíðunum”, frá sjónarhorni fagfólksins.

FRED INDUSTRY (IÐNAÐUR) var hleypt af stokkunum í ágúst 2014. Þar má finna góða yfirsýn yfir kvikmyndamarkaðinn, með fréttum, innskotum og viðtölum við lykilfólk í kvikmyndaiðnaðinum, en einnig skiptar skoðanir um ýmislegt, og skyggnast bakvið tjöldin á hátíðum og í bransanum. FRED INDUSTRY (IÐNAÐUR) er rás sem er tileinkuð fagfólki í kvikmyndagerð; nýtt tæki fyrir fagfólk sem getur hlustað á nýjustu fréttir af kvikmyndamarkaðinum með því að nota FRED appið í snjallsímunum sínum eða hlaða niður þáttum úr hlaðvarpinu. FRED INDUSTRY (IÐNAÐUR) hafði þegar öðlast jákvæða reynslu af European Film Market, Cannes Film Market, Business Street í Róm, CineLink á Sarajevo Film Festival og Ventana Sur í Buenos Aires, en einnig samstarfsmörkuðum eins og When East Meets West í Trieste.

 

FRED EDUCATION (FRÆÐSLA) er FRED Film Radio (kvikmyndaútvarpsrás) sem að öllu leyti er tileinkuð kvikmyndalæsi: Hljóðvarpið er aðgengilegt öllum stofnunum sem hafa afskipti af kvikmyndafræðslu. Við viljum kynna kvikmyndafræðsluefni, verkefni, námskeið, umræður og viðburði sem tengjast kvikmyndum, og bjóða upp á samskiptanet fyrir stofnanir sem sinna kvikmyndafræðslu og vilja dreifa margs konar efni í tengslum við það. Um mismunandi efni er að ræða, það getur fjallað  um kvikmyndafræðslu, leikstjórn, kvikmyndatöku og þær ólíku greinar sem finna má innan kvikmyndagerðar. Einnig allt frá umfjöllun um klassískar kvikmyndir, til forvörslu kvikmynda, stafrænnar endurgerðar, notkunar kvikmynda í fræðslu annarra námsgreina, o.s.frv.

FRED EDUCATION (FRÆÐSLA) er aðgengilegur vettvangur fyrir stofnanir sem vilja nota hljóðvarpið til að kynna ýmiss konar efni, viðburði/ kúrsa/ ráðstefnur/verkefni sem hægt er að útvarpa með streymi. Efnið verður einnig hægt að sækja á hlaðvarpi (í formi hljóðskráa og hægt að deila á vefsíðum og samfélagsmiðlum). FRED EDUCATION (FRÆÐSLA) er jafnframt aðalrásin til að kynna kvikmyndafræðsluverkefnið FRED AT SCHOOL, sem hrundið var af stað af FRED, ásamt 13 evrópskum samstarfsaðilum. Verkefnið er að hluta til fjármagnað af Skapandi Evrópu. (Sjá sérstaka síðu)

 

FRED SARDU – ÁSKORUN FYRIR LÍTIL MÁLSVÆÐI: Í september 2014 hratt FRED af stað fyrstu rásinni sem tileinkuð er litlum, evrópskum málsvæðum. FRED SARDU er fyrsta útvarpsrásin sem er tileinkuð kvikmyndaumfjöllun á sardínsku.

Eftir því sem tæknin hefur meiri áhrif á menningu og samfélagið verður stöðugt háðara tækninni, eiga lítil málsvæði sífellt erfiðara uppdráttar í hinum stafræna heimi. Nýlegar fréttir sýna fram á að minna en 5% af tungumálum heimsins eru notuð á netinu – og að fyrir hin 95% getur veraldarvefurinn ýmist stuðlað að útrýmingu þeirra eða endurnýjun lífdaga. Með þetta í huga stefnum við nú að því að stofna fleiri útvarpsrásir fyrir tungumál í útrýmingarhættu og styðja samélögin þar sem þau eru töluð, til að viðhalda og endurnýja þekkingu þeirra á móðurmálinu. FRED SARDU er fyrsta tilraun okkar á þessu sviði og við vonumst til að endurtaka hana á öðrum tungumálum á litlum málsvæðum.

 

FRED EXTRA (AUKAEFNI) er upplýsingarás, notuð til að útvarpa blaðamannafundum, umræðum, vinnustofum, master klössum o.s.frv. Rásin er opin öllum kvikmyndahátíðum, kvikmyndamörkuðum og öðrum kvikmyndatengdum viðburðum, sem vilja hafa efni sitt aðgengilegt fyrir þá sem ekki geta verið á staðnum.

 

YFIRLÝSINGAR/MEÐMÆLI: Það sem iðnaðurinn segir um okkur

,,Ég er stuðningsmaður þessa nýja, fjöltyngda, stafræna vettvangs. Hér býðst skipuleggjendum kvikmyndahátíða stórkostlegt tækifæri til alþjóðlegrar kynningar og þeim kvikmyndum sem þar eru sýndar.” Alberto Barbera, listrænn stjórnandi, Venice Film Festival

,,Ég hef fylgst með FRED FILM RADIO (KVIKMYNDAÚTVARPINU) frá upphafi, og það er gott að heyra að stefnt er að útbreIðslu rásarinnar í alþjóðlegri kvikmyndaumfjöllun. Þetta er einstakt tæki til að upplifa kvikmyndahátíðir.” Deborah Young, The Hollywood Reporter

,,Abu Dhabi kvikmyndahátíðin er hæstánægð að starfa með FRED FILM RADIO (KVIKMYNDAÚTVARPINU) í Cannes og víðar, þar sem sameiginlegt markmið okkar er að kynna arabíska kvikmyndagerð á alþjóðavettvangi.” Ali Al Jabri, stjórnandi, Abu Dhabi kvikmyndahátíðarinnar

,,Það má þakka rásum FRED á mandarín, japönsku og kóresku, fyrir að auka skilning á ólíkum samfélögum. Hlutverk FRED er mikilvægt. Til hamingju!” Kim Dong-ho, stjórnandi Busan International Film Festival, Kóreu

,,Ég hef alltaf haft trú á netútvarpi, sérstaklega með það í huga að allt bendir til að samskipti verði sérhæfðari á næstu árum. FRED ræðir við heiminn um kvikmyndir, ekki eingöngu á evrópskum rásum, heldur líka á mandarín, japönsku, kóresku og arabísku.” Giorgio Gosetti, skipuleggjandi Feneyjadaga

,,FRED FILM RADIO (KVIKMYNDAÚTVARPIÐ) er vin fyrir ástríðufulla kvikmyndaunnendur. Rásin hefur þróast í þá átt að vera vettvangur sem kannar nýja strauma og nöfn innan kvikmyndageirans. Áhugi og greind spyrlanna gefur rannsóknargildi samræðnanna aukið vægi, nokkuð sem á undir högg að sækja í sívaxandi umfangi kvikmyndahátíða.” Richard Lormand, International Film Publicity and Marketing Guru, FILM⎮PRESS⎮PLUS

,,FRED er stórkostlegur miðill til að kynna kvikmyndahátíðir. Þar er afar faglegt og frótt fólk að störfum – kvikmyndagerðarmenn á okkar vegum mæla eindregið með viðtölum á FRED. Við elskum að vinna með þeim.” Gisselle Gallego, listrænn stjórnandi, SLAFF – Sydney Latin American Film Festival

,,Sem skipuleggjandi kvikmyndahátíðar, hlusta ég oft á FRED FILM RADIO (KVIKMYNDAÚTVARPIÐ) til að taka stöðuna á hvað er þess virði að sjá á kvikmyndahátíðum um víða veröld. Stöðin er vettvangur fyrir vel ígrundaðar umræður um kvikmyndir og ekki hikað við að fara út í greiningu á kvikmyndum og -hátíðum sem kynna efnilegustu listamennina.”  Matt Ravier, stjórnandi, The Festivalists, Sydney

,,FRED FILM RADIO (KVIKMYNDAÚTVARPIÐ) er frábær hugmynd. Mér finnst mikilvægt að stöðin býður upp á mörg tungumál og beinir athyglinni að listrænum kvikmyndum, en ekki meginstraumsmyndum. Meira svona, takk!” Sandro Fiorin, VP, FiGa Films, Los Angeles

,,Allt frá sérhæfðum litlum kvikmyndahátíðum til stærstu alþjóðlegu hátíðanna, er FRED á staðnum, tekur púlsinn og tekur mikilvæg viðtöl -óháð tungumálum – og skapar með því lifandi samtal á netinu fyrir alþjóðasamfélagið; endurspeglar þá breidd og innsýn sem kvikmyndahátíðir stuðla að. Með vel ígrunduðum viðtölum og fréttaflutningi styður  FRED iðnaðinn allan, nokkuð sem við erum mjög þakklát fyrir.” Paige Diamond, National Publicity & Promotions Manager, Palace Films – Ástralíu