Listeners:
Top listeners:
play_arrow
ENGLISH Channel 01 If English is your language, or a language you understand, THIS IS YOUR CHANNEL !
play_arrow
ITALIAN Channel 02 Se l’italiano è la tua lingua, o una lingua che conosci, QUESTO È IL TUO CANALE!
play_arrow
EXTRA Channel 03 FRED Film Radio channel used to broadcast press conferences, seminars, workshops, master classes, etc.
play_arrow
GERMAN Channel 04 Wenn Ihre Sprache Deutsch ist, oder Sie diese Sprache verstehen, dann ist das IHR KANAL !
play_arrow
POLISH Channel 05
play_arrow
SPANISH Channel 06 Si tu idioma es el español, o es un idioma que conoces, ¡ESTE ES TU CANAL!
play_arrow
FRENCH Channel 07 Si votre langue maternelle est le français, ou si vous le comprenez, VOICI VOTRE CHAINE !
play_arrow
PORTUGUESE Channel 08
play_arrow
ROMANIAN Channel 09 Dacă vorbiţi sau înţelegeţi limba română, ACESTA ESTE CANALUL DUMNEAVOASTRĂ!
play_arrow
SLOVENIAN Channel 10
play_arrow
ENTERTAINMENT Channel 11 FRED Film Radio Channel used to broadcast music and live shows from Film Festivals.
play_arrow
BULGARIAN Channel 16 Ако българският е вашият роден език, или го разбирате, ТОВА Е ВАШИЯТ КАНАЛ !
play_arrow
CROATIAN Channel 17 Ako je hrvatski tvoj jezik, ili ga jednostavno razumiješ, OVO JE TVOJ KANAL!
play_arrow
LATVIAN Channel 18
play_arrow
DANISH Channel 19
play_arrow
HUNGARIAN Channel 20
play_arrow
DUTCH Channel 21
play_arrow
GREEK Channel 22
play_arrow
CZECH Channel 23
play_arrow
LITHUANIAN Channel 24
play_arrow
SLOVAK Channel 25
play_arrow
ICELANDIC Channel 26 Ef þú talar, eða skilur íslensku, er ÞETTA RÁSIN ÞÍN !
play_arrow
INDUSTRY Channel 27 FRED Film Radio channel completely dedicated to industry professionals.
play_arrow
EDUCATION Channel 28 FRED Film Radio channel completely dedicated to film literacy.
play_arrow
SARDU Channel 29 Si su sardu est sa limba tua, custu est su canale chi ti deghet!
play_arrow
“Conversation with” at the 20th Marrakech IFF, interview with actor Willem Dafoe Bénédicte Prot
play_arrow
1.1 - Að horfa á kvikmynd: Hvar og hvernig við horfum á kvikmyndir #FilmLiteracy fredfilmradio
Í þessum hluta skoðum við hvar og hvernig horft er á kvikmyndir og hvernig það hefur breyst með tímanum.
Til að geta rætt um sýningastaði, þurfum við að fara yfir sögu kvikmynda sem opinbers miðils afþreyingar. Þar ber okkur fyrst niður í smábæinn Orange í New Jersey, þar sem uppfinningamaðurinn Thomas Edison hafði þegar árið 1888 fengið hugmynd að kinetoscope, vél sem gat snúið myndum í kassa lýstum að neðan, svo að myndirnar virtust hreyfast. Uppfinning hans var aðeins til einkanota. Kinetoscope var hannað fyrir myndir með einstakling í huga, sem gægðist gegnum lítið gat ofan á vélinni.
Þegar Edison skipulagði fyrstu opinberu sýningu sína á kinetoscope í Brooklyn árið 1893, varð ljóst að þó tækið virkaði var það of takmarkað og lítið. Kvikmyndir þurftu stærra svið.
Tveimur árum síðar árið 1895 í París, höfðu Lumière bræður, fundið upp cinématographe, vél sem gat varpað mynd á tjald og ólíkt kinetoscope Edisons, gátu margi horft á mynd samtímis. Kvikmyndir voru loks opnar almenningi.
Hvorki Lumière bræðurnir, Edison, né nokkur hinna uppfinningamannanna gat ímyndað sér hversu stórt hlutverk kvikmynda átti eftir að verða. Í raun var í upphafi aðallega litið á þær sem hliðarsýningu fyrir verkamannastéttina, sem sótti kvikmyndahús kölluð nickelodeons til að horfa á 5 til 15-mínútna kvikmyndir eins og þær væru töfrasýningar.
Árið 1913 voru nickelodeons ekki lengur nógu stór til að rúma allan þann fjölda áhorfenda sem vildi sjá kvikmyndir, því var nauðsynlegt að byggja stærri kvikmyndahús þar sem jafnframt væri hægt að taka til sýningar nýar og lengri kvikmyndir.
Önnur tegund kvikmyndasýningarstaða var til á fyrri hluta tuttugustu aldar, svokallaðar Hale’s Tours of the World, og voru þeir hannaðar eins og lestarvagnar.
Frá upphafstíma kvikmyndaiðnaðarins, sérstaklega þegar Lumière bræður skelfdu áhorfendur í Frakklandi árið 1896 með því að sýna lest á tjaldinu sem nálgaðist þá og stefndi beint inní áhorfendasalinn, voru áhorfendur heillaðir af lestum. Ef til vill voru tengslin enn dýpri, frá því fyrir upphaf kvikmyndanna, því að í raun var farþegum lesta boðið svipuð upplifun og kvikmyndir gátu veitt árum áður en þær urðu til. Eftir að kvikmyndatökuvélar voru fundnar upp fóru kvikmyndatökumenn að binda sjálfa sig og vélar sínar við stuðara lesta og sýna ferðina frá sjónarhóli lestarinnar með upptöku af hraðferðinni. Myndirnar sýndu lestarteinana nálgast, landslagið í kring og ferðir gegnum jarðgöng. Þessi atriði voru nefnd draugaferðir, því frá þessu sjónarhorni virtist kvikmyndin hreyfast með aðstoð ósýnilegs afls. Þetta voru splunkuný og spennandi atriði og nýju kvikmyndahúsin, Hale’s Tours of the World, tóku raunsæisblæ draugaferðanna í nýjar hæðir; bekkirnir hristust, og á meðan myndirnar voru sýndar heyrðust hvæsandi hljóð gufuvélar og lestarflautu.
Frá því á upphafsárum kvikmyndanna, hefur þróun sýningastaða alltaf verið tengd tækniþróun. Þöglar myndir voru aðallega gerðar til að sýna í opinberum kvikmyndahúsum og það sama átti við um kvikmyndir með hljóði, frá þeirri fyrstu, The Jazz Singer, frá árinu 1927, til þúsunda mynda frá 4. 5. og 6. áratuginum.
Frá því á sjöunda áratuginum, flutti sjónvarp kvikmyndir inní stofur fólks þar sem fjölskyldan gat horft á þær. Þetta þýddi að áhorfendur þurftu ekki lengur að fara í kvikmyndahúsin til að horfa á myndir, þó svo að valið hafi verið takmarkað við það sem í boði var í sjónvarpinu hverju sinni. Lausn var fundin á þessu að hluta til, á áttunda áratuginum þegar myndbandsspólur komu á markaðinn og á þeim tíunda með mynddiskum sem buðu áhorfendum uppá fleiri valmöguleika.
Í dag er úrval sýningastaða og sýningaraðferða geysimikið og er í sífelldum vexti: Þú getur horft á kvikmyndir í kvikmyndahúsum, á kvikmyndahátíðum, söfnum, börum, skólum, í flugvélum, heima hjá þér í sjónvarpi, í tölvum, spjaldtölvum og gemsum. Úrvalið er jafnvel meira fyrir tilstilli þróunar sem orðið hefur á síðastliðnum tíu árum, þar sem farið er inná vefsvæði og greitt fyrir stakar sýningar og eins VOD, þar sem við getum valið að horfa á myndir og þætti þegar okkur hentar, en ekki á fyrifram ákveðnum tíma.
Ein afleiðing þess að hafa svo marga valmöguleika hvað varðar innihald og tækjaval til að horfa á kvikmyndir er að viðbrögð áhorfandans gagnvart kvikmyndum hafa breyst. Útbreiðsla netisins sem miðlunartækis, þar sem við förum hratt af einni vefsíðu á aðra verður til þess að því lengri sem textinn er, því minna lesum við. Rannsóknir sýna fram á að hæfni okkar til einbeitngar rýrnar stöðugt í samræmi við þróun stafræns samfélags. Af þessum sökum erum við stundum kölluð óþolinmóða kynslóðin eða stafræni gullfiskurinn. Áhrifin eru fólgin í því að yngsta kynslóðin er vanari að horfa á röð stuttra myndbanda á netinu og á oft erfitt með að einbeita sér að því að horfa á kvikmyndir í fullri lengd.
Framleiðandi: University of Roehampton http://www.roehampton.ac.uk/home/
Lesarar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)
Written by: fredfilmradio
Guest
Film
Festival
No related posts.
(English version) Film: Io Sono Li (2011)
In questi programmi gli studenti parlano di ciò che li ha colpiti maggiormente nei film che hanno visto nell’ambito del progetto, raccontando la loro esperienza.
© 2023 Emerald Clear Ltd - all rights reserved.