play_arrow

keyboard_arrow_right

Listeners:

Top listeners:

skip_previous skip_next
00:00 00:00
playlist_play chevron_left
volume_up
  • cover play_arrow

    ENGLISH Channel 01 If English is your language, or a language you understand, THIS IS YOUR CHANNEL !

  • cover play_arrow

    ITALIAN Channel 02 Se l’italiano è la tua lingua, o una lingua che conosci, QUESTO È IL TUO CANALE!

  • cover play_arrow

    EXTRA Channel 03 FRED Film Radio channel used to broadcast press conferences, seminars, workshops, master classes, etc.

  • cover play_arrow

    GERMAN Channel 04 Wenn Ihre Sprache Deutsch ist, oder Sie diese Sprache verstehen, dann ist das IHR KANAL !

  • cover play_arrow

    POLISH Channel 05

  • cover play_arrow

    SPANISH Channel 06 Si tu idioma es el español, o es un idioma que conoces, ¡ESTE ES TU CANAL!

  • cover play_arrow

    FRENCH Channel 07 Si votre langue maternelle est le français, ou si vous le comprenez, VOICI VOTRE CHAINE !

  • cover play_arrow

    PORTUGUESE Channel 08

  • cover play_arrow

    ROMANIAN Channel 09 Dacă vorbiţi sau înţelegeţi limba română, ACESTA ESTE CANALUL DUMNEAVOASTRĂ!

  • cover play_arrow

    SLOVENIAN Channel 10

  • cover play_arrow

    ENTERTAINMENT Channel 11 FRED Film Radio Channel used to broadcast music and live shows from Film Festivals.

  • cover play_arrow

    BULGARIAN Channel 16 Ако българският е вашият роден език, или го разбирате, ТОВА Е ВАШИЯТ КАНАЛ !

  • cover play_arrow

    CROATIAN Channel 17 Ako je hrvatski tvoj jezik, ili ga jednostavno razumiješ, OVO JE TVOJ KANAL!

  • cover play_arrow

    LATVIAN Channel 18

  • cover play_arrow

    DANISH Channel 19

  • cover play_arrow

    HUNGARIAN Channel 20

  • cover play_arrow

    DUTCH Channel 21

  • cover play_arrow

    GREEK Channel 22

  • cover play_arrow

    CZECH Channel 23

  • cover play_arrow

    LITHUANIAN Channel 24

  • cover play_arrow

    SLOVAK Channel 25

  • cover play_arrow

    ICELANDIC Channel 26 Ef þú talar, eða skilur íslensku, er ÞETTA RÁSIN ÞÍN !

  • cover play_arrow

    INDUSTRY Channel 27 FRED Film Radio channel completely dedicated to industry professionals.

  • cover play_arrow

    EDUCATION Channel 28 FRED Film Radio channel completely dedicated to film literacy.

  • cover play_arrow

    SARDU Channel 29 Si su sardu est sa limba tua, custu est su canale chi ti deghet!

  • cover play_arrow

    “Conversation with” at the 20th Marrakech IFF, interview with actor Willem Dafoe Bénédicte Prot


6 – Kvikmyndahátíðir #FilmLiteracy

todayFebruary 7, 2015

Background
share close
  • cover play_arrow

    6 - Kvikmyndahátíðir #FilmLiteracy fredfilmradio

Podcast | Download

Við lok nítjándu aldar var skeið hinna fyrstu heimssýninga. Kvikmyndir, sem komu fram á sjónarsviðið á sama tíma, hafa æ síðan verið tengdar við hugmyndina um að njóta þeirra sem ,listviðburða’, og þar sem um sviðslist er að ræða er þá frekar vitnað til þessara viðburða sem ,hátíða’.

Árið 1910 var fyrsti opinberi viðburðurinn haldinn í Mílanó, en þangað komu framleiðendur frá Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það var þó með tilkomu kvikmynda í fullri lengd og talmynda, sem kvikmyndir voru loks viðurkenndar sem sjálfstæð listgrein, sem bæri að sýna við sérstök tækifæri á árlegum hátíðum.

Fyrsta kvikmyndahátíðin var sett á stofn á Ítalíu 1932; Kvikmyndahátíðin í Feneyjum. Hún var mótsstaður ýmissa aðila: Kvikmyndaáhugafólks, heimamanna sem tengdust ferðamennsku og tilvalinn vettvangur til að þróa markað með innlendar og alþjóðlegar kvikmyndir. Þar gat listafólk frá ýmsum löndum og frá ólíkum menningarsvæðum borið saman bækur sínar og almenningur fékk líka tækifæri til að hitta listamenn og eiga samræður við þá.

Í kjölfarið var Kvikmyndahátíðin í Cannes stofnuð í Frakklandi 1946, og samstundis upphófst mikil og skapandi samkeppni við ítölsku hátíðina. Innan fárra ára urðu fleiri alþjóðlegar hátíðir til (eins og Locarno í Sviss 1946 og Berlín í Þýskalandi 1951) og komist var að samkomulagi um eins konar dagskrá; hvenær ætti að sýna myndir á alþjóðavísu.

Frá upphafi voru verðlaun eitt aðalaðdráttarafl slíkra hátíða, bæði vegna viðurkenningarinnar sem hátíðirnar nutu, en ekki síður vegna fjárhagslegs ávinnings. Mikilvægi verðlaunanna var undir fagmennsku dómnefndanna komið, en oftast sátu í þeim karlar og konur úr kvikmyndaiðnaðinum, þekkt og áberandi fólk úr heimi menningar og lista. Algengustu verðlaunin á þessum hátíðum voru veitt fyrir bestu kvikmynd, bestu leikstjórn og besta leik. Í gegnum árin hafa margar hátíðir reynt að kynna sig sem tískuviðburði, sem geti náð til fjöldans og vakið athygli fjölmiðla.

Ekki má gleyma því að einnig hafa verið stofnaðar sérhæfðari kvikmyndahátíðir og margar þeirra notið vinsælda. Má þar nefna Oberhausen, stofnuð 1955 og tileinkuð stuttmyndum, Alþjóðlega  hreyfimyndahátíðin í Annecy, stofnuð 1960, Alþjóðleg kvikmyndahátíð nýju kvikmyndarinnar í Pesaro, stofnuð 1965 og tileinkuð upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Aðrar virtar og sögufrægar hátíðir eru til dæmis Karlovy Vary, sem var stofnuð í fyrrverandi Tékkóslóvakíu á fimmta áratugnum, Kvikmyndahátíðin í San Sebastian, sett á stofn 1953 og Pan African Film and Television Festival (FESPACO), sem er haldin í Burkina Faso. Í Norður-Ameríku hefur hin virta Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Toronto verið haldin síðan 1976, en hún er núna ákaflega mikilvægur vettvangur fyrir kvikmyndir, þar á meðal Hollywood-myndir og þar er veigamikill markaður fyrir sölu kvikmynda alls staðar að úr heiminum. Í Norður-Ameríku er Sundance kvikmyndahátíðin líka haldin, en hún er helguð sjálfstæðum (óháðum) kvikmyndum.

Til viðbótar eru fjölmargar smærri og meðalstórar hátíðir haldnar, sem eiga mikinn þátt í að drífa áfram þróun hljóðræns og sjónræns efnis, og eru mikilvægar fyrir fjárhagslega afkomu viðkomandi staða þar sem þær fara fram. Þess vegna hafa bæði stórar og smáar hátíðir notið góðs af ríkulegum fjárstuðningi opinberra aðila. Á síðustu árum hefur orðið kúvending í þessum opinbera fjárstuðningi og það hefur neytt forsvarsmenn hátíðanna til að endurskoða hlutverk þeirra og leita nýrra leiða. Mikil vinna hefur verið lögð í að útbúa sérstakar dagskrár fyrir ólíka áhorfendahópa, til að reyna að fylgja tíðarandanum eftir. Í þessum dagskrám er um að ræða skiptingu, allt frá meginstraumsmyndum til mynda fyrir forfallna kvikmyndaaðdáendur. Einnig hafa verið settar upp svokallaðar tilraunastofur, vinnustofur  (work-shops) innan hátíðanna, sem eru starfandi allt árið, með þann tilgang að styðja beinlínis við undirbúning, þróun og framleiðslu kvikmynda með ákveðna eiginleika (fyrsta verk, alþjóðlegt samstarf, samruni miðla og svo framvegis).

 

Framleiðandi: Aiace Torino http://www.aiacetorino.it/
Leserar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)

Written by: fredfilmradio

Guest

Film

Festival

Rate it


Channel posts


0%
Skip to content