play_arrow

keyboard_arrow_right

Listeners:

Top listeners:

skip_previous skip_next
00:00 00:00
playlist_play chevron_left
volume_up
  • cover play_arrow

    ENGLISH Channel 01 If English is your language, or a language you understand, THIS IS YOUR CHANNEL !

  • cover play_arrow

    ITALIAN Channel 02 Se l’italiano è la tua lingua, o una lingua che conosci, QUESTO È IL TUO CANALE!

  • cover play_arrow

    EXTRA Channel 03 FRED Film Radio channel used to broadcast press conferences, seminars, workshops, master classes, etc.

  • cover play_arrow

    GERMAN Channel 04 Wenn Ihre Sprache Deutsch ist, oder Sie diese Sprache verstehen, dann ist das IHR KANAL !

  • cover play_arrow

    POLISH Channel 05

  • cover play_arrow

    SPANISH Channel 06 Si tu idioma es el español, o es un idioma que conoces, ¡ESTE ES TU CANAL!

  • cover play_arrow

    FRENCH Channel 07 Si votre langue maternelle est le français, ou si vous le comprenez, VOICI VOTRE CHAINE !

  • cover play_arrow

    PORTUGUESE Channel 08

  • cover play_arrow

    ROMANIAN Channel 09 Dacă vorbiţi sau înţelegeţi limba română, ACESTA ESTE CANALUL DUMNEAVOASTRĂ!

  • cover play_arrow

    SLOVENIAN Channel 10

  • cover play_arrow

    ENTERTAINMENT Channel 11 FRED Film Radio Channel used to broadcast music and live shows from Film Festivals.

  • cover play_arrow

    BULGARIAN Channel 16 Ако българският е вашият роден език, или го разбирате, ТОВА Е ВАШИЯТ КАНАЛ !

  • cover play_arrow

    CROATIAN Channel 17 Ako je hrvatski tvoj jezik, ili ga jednostavno razumiješ, OVO JE TVOJ KANAL!

  • cover play_arrow

    LATVIAN Channel 18

  • cover play_arrow

    DANISH Channel 19

  • cover play_arrow

    HUNGARIAN Channel 20

  • cover play_arrow

    DUTCH Channel 21

  • cover play_arrow

    GREEK Channel 22

  • cover play_arrow

    CZECH Channel 23

  • cover play_arrow

    LITHUANIAN Channel 24

  • cover play_arrow

    SLOVAK Channel 25

  • cover play_arrow

    ICELANDIC Channel 26 Ef þú talar, eða skilur íslensku, er ÞETTA RÁSIN ÞÍN !

  • cover play_arrow

    INDUSTRY Channel 27 FRED Film Radio channel completely dedicated to industry professionals.

  • cover play_arrow

    EDUCATION Channel 28 FRED Film Radio channel completely dedicated to film literacy.

  • cover play_arrow

    SARDU Channel 29 Si su sardu est sa limba tua, custu est su canale chi ti deghet!

  • cover play_arrow

    “Conversation with” at the 20th Marrakech IFF, interview with actor Willem Dafoe Bénédicte Prot


4 – Kvikmyndamálið #FilmLiteracy

todayFebruary 7, 2015

Background
share close
  • cover play_arrow

    4 - Kvikmyndamálið #FilmLiteracy fredfilmradio

Podcast | Download

Fagmenn sem starfa við kvikmyndagerð leggja allir eitthvað af mörkum til að skapa sérhæft mál: Kvikmyndamálið. Þar eru ýmsir þættir fengnir að láni úr öðrum listgreinum, og má þar nefna bókmenntir, málverk, skúlptúr, byggingarlist, tónlist og leikhús. Kvikmyndamálið er þó sérhæft mál sem fylgir eigin reglum.

Eins og ameríski kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese bendir á, eru minnst sex þættir sem kvikmyndamálið byggir á: orð, hreyfing, birta, hljóð, tími og augu (sjónarhorn) áhorfenda.

(Handritsgerð)

Sagan og samtölin sem fram koma í kvikmyndahandritinu eru byggð á orðum. Sögurnar eru hér um bil jafn margar kvikmyndirnar. Það sem þær eiga venjulega sameiginlegt er að þær fjalla um eina eða fleiri sögupersónur sem þrá eitthvað ákveðið, rekast á hindrun sem kemur í veg fyrir að þær fái ósk sína uppfyllta og leita leiða til að yfirstíga hindrunina. Sagan er oft sögð í þremur hlutum, þekkt sem þríþáttungur: fyrsti hlutinn er kallaður útlistun (inngangur), þar er sagan og persónur hennar kynntar; annar hluti fléttan, þar sem frásögnin heldur áfram, persónur hennar þróast og reka sig á nýjar hindranir; og sá þriðji, lausn, þar sem frásögninni lýkur, hvort sem endirinn er góður eður ei.

Samhliða frásögn, eru samtöl í flestum kvikmyndahandritum. Þau eru líka nauðsynlegur þáttur í bókmenntum, en í bókum geta höfundar lýst hverju sem þeir vilja, atburðum og hugsunum. Í kvikmyndum, nema stuðst sé við rödd sögumanns sem talar inn á kvikmyndina, þurfa handritshöfundar að finna aðferð til að koma stórum hluta þessara upplýsinga á framfæri með háttalagi persónanna, en ekki aðeins með orðum. Þetta er ástæða þess að flestir sérfræðingar í gerð kvikmyndahandrita virða þá gullnu reglu að: sýna fremur en að segja.

Andstæða þeirrar reglu er þekkt sem þvinguð birtingaraðferð (forced exposition) og skapar oft vanda. í kvikmyndum, þar sem t.a.m. ,,vondi kallinn” sem er í þann mund að drepa hetju myndarinnar, telur upp ástæðurnar fyrir drápinu, eða þegar í upphafi kvikmyndar systkini nota orðið ,,systir” eða ,,bróðir” þegar þau ávarpa hvort annað. Engin þessara persóna talar á trúverðugan hátt. Þessar samræður hafa þann eina tilgang að koma upplýsingum til áhorfenda svo þeir geti fylgt söguþræðinum. Góður handritshöfundur eða leikstjóri þarf ekki að láta persónur sínar tala með þessu móti til að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Tökum einfalt dæmi: Í upphafi kvikmyndar hringir persóna í aðra og segir ,,þetta er ég”, hin persónan brosir. Það er óþarfi að  nota nöfn þeirra.

Hér passar handritshöfundurinn að samræður persónanna séu ekki óeðlilegar, og samtímis kemur hann því til skila að þessar persónur þekkjast mjög vel.

(Hreyfing og lýsing)

Ásamt orðum, þarf kvikmynd hreyfingu, lýsingu, hljóð, tíma og augu áhorfendanna.

Leikararnir og kvikmyndatökuvélin skapa hreyfingu. Leikur er aðalatriði í leikhúsi, en kvikmyndaleikur er öðruvísi. Kvikmyndaleikarar hafa fleiri tækifæri til að fullkomna atriði, þar sem hægt taka það upp aftur.  Í nærmynd sjást minnstu svipbrigði leikara, nokkuð sem ekki er til staðar í leikhúsi.

Minnstu svipbrigði leikara gefa eitthvað í skyn, og því krefjast slíkar tökur mikillar einbeitingar og eru vandasamar.

Hreyfing og lýsing eru líka lykilatriði í kvikmyndatöku. David Bordwell sem er meðal þekktustu sérfræðinga á sviði kvikmynda, útskýrir að það sem einkenni nútímakvikmyndir sé stöðug hreyfing kvikmyndatökuvélarinnar, jafnvel í tiltölulega rólegum atriðum. Birtu má nota á ýmsan hátt, til dæmis til að skapa ákveðið andrúmsloft. Notkun á ljósi og skugga einkenndi þýsku, expressionísku kvikmyndirnar á fjórða áratuginum, og aftur nú nýlega má sjá þessi einkenni í mörgum af  kvikmyndum Tims Burton.

(Hljóð og tími)

Í kvikmyndum gegnir hljóð mikilvægu hlutverki og hægt er að nota það til að veita upplýsingar um staðsetningu atriðis, byggja upp söguna, segja okkur meira um persónurnar, eða skapa ákveðið andrúmsloft. Ef hljóðið er úr sögu myndarinnar (samræður, hurðaskellir, fótatak), er það kallað umhverfishljóð (diegetic hljóð). Ef upptök þess eru utan við sögu myndarinnar, eins og t.a.m. kvikmyndatónlist, er um andstæða tegund hljóðs (non-diegetic) að ræða.

Tími (tímalengd) er enn einn þátturinn sem skapar kvikmyndir. Rússneski kvikmyndagerðarmaðurinn Andrei Tarkovsky kemst svo að orði að kvikmyndagerð snúist um að meitla myndskeið úr tíma. Og að þessari meitlun sé komið á framfæri með klippingu, hæfni til að tengja ólík skot í samhengi, sem kvikmyndagerðarmenn nota til að þjappa saman tíma og segja sögur sem ná yfir lengra tímabil en það sem tekur að sýna myndina. Það er klippingunni að þakka, sem er einn helsti þáttur kvikmynda að þær geta sýnt marga daga í lífi margra persóna (Crash), mörg ár í lífi einnar persónu (Citizen Kane) eða jafnvel 3000 ár í lífi margra vera eins og í (The Lord of the Rings).

Kvikmyndagerðarmenn þurfa oft að hugsa á skapandi hátt um hvernig þeir sýna tímann líða á tjaldinu. Hefðbundin aðferð er að sýna dagatal eða árstíðirnar fjórar. Aðrar eru djarfari, eins og aðferð Stanleys Kubrick í 2001: Space Odyssey, þar er beini kastað í loft upp af apa á forsögulegum tíma og klippt yfir í næsta skot þar sem kjarnorkuvopn svipað í laginu svífur í loftinu, tvö vopn sem eru aðskilin af fjórum milljónum ára eru klippt saman.

Seinasti þátturinn sem Scorsese minntist á er augu áhorfandans, en þar er átt við hvaða áhrif áhorfendur hafa á klippinguna í myndinni. Þegar Kubrick sendir okkur í 4 milljóna ára tímaflakk á einni sekúndu með því að klippa þessar tvær myndir saman, hvað finnst okkur um það? Hvaða áhrif hefur það á upplifun okkar á myndinni? Í hugum margra kvikmyndasérfræðinga er kvikmynd ekki tilbúin fyrr en við höfum horft á hana, því það erum við sem ljáum henni endanlega merkingu, og persónuleg reynsla okkar hefur áhrif á þá túlkun. Eins og hinn frægi, franski kvikmyndaleikstjóri Jean Luc Godard útskýrði eitt sinn, þá lifir kvikmyndin ekki í kvikmyndatökuvélinni eða á tjaldinu. Hún tilheyrir víddinni þar á milli, þar sem við (áhorfendurnir) erum.

Með öðrum orðum, við horfum ekki á kvikmyndir eins og þær eru, heldur höfum við sjálf áhrif á upplifunina.

 

Framleiðandi: University of Roehampton http://www.roehampton.ac.uk/home/
Lesarar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)

Written by: fredfilmradio

Guest

Film

Festival

Rate it


Channel posts


0%
Skip to content